Klassík Allen og Bell munu leik verk eftir Bach, Haydn og Rheinberger.
Klassík Allen og Bell munu leik verk eftir Bach, Haydn og Rheinberger.
Tveir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Pittsburgh í Bandaríkjunum munu flétta bjarta óbótóna sína saman við raddir Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag.

Tveir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Pittsburgh í Bandaríkjunum munu flétta bjarta óbótóna sína saman við raddir Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag. Það eru þeir Scott Bell sem blæs í óbóið og Larry Allen sem leikur á orgelið. Munu þeir leika verk eftir Bach, Haydn og Rheinberger á þessum hálftímalöngu tónleikum. Hljómleikarnir eru hluti af Alþjóðlega orgelsumrinu í Hallgrímskirkju.

Allen er tónlistarstjóri og organisti við Mt. Lebanon United Lutheran Church í Pittsburgh og organisti sinfóníuhljómsveitarinnar þar í borg. Áður var hann um þrjátíu ára skeið kantor í Hartford í Connecticut og kenndi sömuleiðis við háskólann þar. Bell er frá Iowa í Bandaríkjunum. Hann nam óbóleik við Cleveland Institute of Music og skaraði fram úr þegar á námsárunum eins og segir í tilkynningu og hlaut eftir útskrift fyrstu verðlaun í Ferdinand Gillet-keppninni, fyrstur óbóleikara. Hann gegnir stöðu fyrsta óbóleikara við Sinfóníuhljómsveitina í Pittsburgh og kennir við tvo háskóla þar í borg.