Þótt Íslendingar séu margir hrifnir af sushi þá segir Anna að smekkur landans sé enn nokkuð einfaldur og sumt af því sem við gerum við bitana þætti ekki boðlegt á fínustu sushi-stöðunum úti í heimi.

Þótt Íslendingar séu margir hrifnir af sushi þá segir Anna að smekkur landans sé enn nokkuð einfaldur og sumt af því sem við gerum við bitana þætti ekki boðlegt á fínustu sushi-stöðunum úti í heimi. Þannig má, strangt til tekið, ekki dýfa hrísgrjónunum í sojasósuna en margir hafa tamið sér, og þykir afskaplega gott, að baða allan sushi-bitann í soja. „Á allrafínustu veitingastöðunum erlendis er sojasósa ekki einu sinni borin fram með sushi-inu,“ útskýrir Anna.

Íslenskir neytendur eru hrifnir af sígildum bitum, eins og Kaliforníurúllum og sushi með laxi, túnfiski eða lárperu, en margir vilja mest af öllu djúpsteikta útfærslu. Þykir Önnu þetta miður enda djúpsteikt sushi ekki alveg „ekta“ og ekki jafn heilnæmt og sígildu réttirnir sem gerðir eru úr hráum fiski. „En þetta er það sem viðskiptavinirnir kalla eftir og við höfum þessa bita á matseðlinum. Mér finnst samt alltaf svolítið skondið þegar fólk segist elska sushi, en er í raun að tala um djúpsteiktar rúllur og kjúklingabita á priki.“