— Morgunblaðið/Golli
28. júlí 1662 Erfðahyllingin í Kópavogi (Kópavogsfundur). Helstu forystumenn þjóðarinnar, m.a. Árni Oddsson lögmaður og Brynjólfur Sveinsson biskup, undirrituðu skuldbindingarskjal er miðaði að einveldi Danakonungs hér á landi. 28.

28. júlí 1662

Erfðahyllingin í Kópavogi (Kópavogsfundur). Helstu forystumenn þjóðarinnar, m.a. Árni Oddsson lögmaður og Brynjólfur Sveinsson biskup, undirrituðu skuldbindingarskjal er miðaði að einveldi Danakonungs hér á landi.

28. júlí 1934

Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sú fyrsta undir forsæti hans, tók við völdum. Eysteinn Jónsson varð fjármálaráðherra, 27 ára að aldri, yngstur allra sem tekið höfðu við ráðherraembætti hér á landi. Stjórnin sat í tæp fimm ár.

.

28. júlí 1996

Ný kirkja var vígð í Reykholti í Borgarfirði, en þar hafði verið kirkja frá því skömmu eftir árið 1000.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson