Vinsæl Beyoncé fær m.a. tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband ársins.
Vinsæl Beyoncé fær m.a. tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband ársins.
Bandaríska sjónvarspsstöðin MTV tilkynnti það í gær hver ætti von á því að vinna til verðlauna á verðlaunahátíð tónlistarmyndbanda sem fram fer sunnudaginn 28. ágúst.
Bandaríska sjónvarspsstöðin MTV tilkynnti það í gær hver ætti von á því að vinna til verðlauna á verðlaunahátíð tónlistarmyndbanda sem fram fer sunnudaginn 28. ágúst. Beyoncé fer þar fremst í flokki en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna, þar á meðal fyrir besta tónlistarmyndband ársins við lagið „Formation“ og besta samstarfsmyndbandið fyrir lagið „Freedom“ sem hún vann með Kendrick Lamar. Þau sem keppa um aðalhnossið að þessu sinni, tónlistarmyndband ársins, eru þau Beyoncé fyrir „Formation“, eins og áður segir, Adele fyrir „Hello“, Drake fyrir „Hotline Bling“, Justin Bieber fyrir „Sorry“ og Kanye West fyrir „Famous“.