Í Laxá í Kjós Kristín með einn vænan fyrir nokkrum árum.
Í Laxá í Kjós Kristín með einn vænan fyrir nokkrum árum.
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður verslunar og þjónustu á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, á 40 ára afmæli í dag.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður verslunar og þjónustu á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, á 40 ára afmæli í dag. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur unnið hjá Íslandsbanka frá árinu 2000 fyrir utan tvö ár þar sem hún var hjá FL Group í London. „Ég er því búin að vera meira og minna í fjármálastarfsemi síðan ég útskrifaðist úr námi. Fyrirtækjasviðið er með þjónustu við flest stærstu fyrirtæki landsins og mitt teymi sér um fyrirtæki sem eru í verslun og þjónustu, þar með talið ferðaþjónustufyrirtæki, iðnað og flutninga. Við erum fimm í mínu teymi en 26 starfa á fyrirtækjasviðinu.

Ég var að byrja í sumarfríi og við erum búin að vera í sumarbústað stórfjölskyldunnar í Úthlíð, en það eru engin stórplön á afmælisdaginn sjálfan. Ég er að vonast til að geta spilað smá golf og jafnvel maður grilli humar í tilefni dagsins.“

Golfið er eitt helsta áhugamál Kristínar og er hún í Golfklúbbnum Oddi, en áður en hún eignaðist börnin voru fjallgöngur aðalmálið. „Ég gekk á alla helstu og stærstu tinda landsins og gekk líka á Mont Blanc og Kilimanjaro og hefði örugglega gengið á fleiri tinda ef ég hefði ekki snúið mér að börnunum.“

Eiginmaður Kristínar er Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. Þau eiga saman Örnu Kristínu, f. 2012 og Ásgeir Örn, f. 2015. Fyrir átti Arnar Ísak Mána, f. 1998 og Hrafnkötlu Sól, f. 2007.