Atvinnuleysi Í júní mældist atvinnuleysi 2,3% samkvæmt Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í júnímánuði síðan árið 2008 en þá mældist það 2,2%. Þannig voru í nýliðnum mánuði 4.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Að jafnaði voru 201.

Atvinnuleysi Í júní mældist atvinnuleysi 2,3% samkvæmt Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í júnímánuði síðan árið 2008 en þá mældist það 2,2%. Þannig voru í nýliðnum mánuði 4.700 manns án vinnu og í atvinnuleit.

Að jafnaði voru 201.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í júní og jafngildir það 85,3% atvinnuþátttöku. Samanburður mælinga milli júnímánaða 2015 og nú í ár sýna að atvinnuþátttakan minnkar um 1,3 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 700 en hlutfallið af mannfjölda minnkaði aftur á móti um 0,8 prósentustig.