Flugfélag Íslands Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn til Flugfélags Íslands þar sem hann verður ábyrgur fyrir sölu- og markaðsmálum. Síðastliðin átta ár hefur hann gegnt stöðu forstöðumanns sölu- og markaðsmála hjá Icelandair.
Flugfélag Íslands Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn til Flugfélags Íslands þar sem hann verður ábyrgur fyrir sölu- og markaðsmálum. Síðastliðin átta ár hefur hann gegnt stöðu forstöðumanns sölu- og markaðsmála hjá Icelandair. Áður hafði hann starfað sem markaðsstjóri fyrirtækisins í Skandinavíu í tvö ár og þar á undan gegnt sömu stöðu gagnvart Mið-Evrópu í jafnlangan tíma.

Guðmundur er með B.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum og viðskiptafræði frá Penn State-háskólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Í samtali við vefsíðuna túristi.is segir Guðmundur að hann telji nú góðan tímapunkt til að skipta um starf. „Ég er búinn að vera í núverandi starfi hjá Icelandair síðan 2008, það eru tímamót hjá Flugfélagi Íslands með innleiðingu nýrra véla og breyttri þjónustu og ég hef áhuga á að taka þátt í þeim breytingum ásamt nýjum áskorunum.“