Strand Rannsóknarskipið Dröfn strandaði í Þorskafirði í gær.
Strand Rannsóknarskipið Dröfn strandaði í Þorskafirði í gær.
Um þrjúleytið í gær barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði á Barðaströnd. Þyrla Gæslunnar var kölluð á vettvang og björgunarsveitir á svæðinu voru einnig kallaðar út.

Um þrjúleytið í gær barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði á Barðaströnd. Þyrla Gæslunnar var kölluð á vettvang og björgunarsveitir á svæðinu voru einnig kallaðar út.

Er þyrlan kom á staðinn kannaði áhöfn hennar aðstæður og hvort borist hefði mengun frá skipinu sem reyndist ekki vera. Aðstæður á vettvangi voru góðar og engin hætta var talin vera á ferðum. Ákveðið var að bíða eftir flóði og freista þess að losa skipið þegar það yrði, en næsta flóð var laust eftir miðnætti í nótt.

Björgunarsveitarmenn af svæðinu voru á vettvangi fram eftir kvöldi en áhöfnin á Dröfn vann sjálf að því að losa skipið undir eftirliti Landhelgisgæslunnar.