Söngvari Síðasta plata Morrissey kom út fyrir um tveimur árum síðan.
Söngvari Síðasta plata Morrissey kom út fyrir um tveimur árum síðan. — Morgunblaðið/Eggert
Englendingurinn Morrissey tilkynnti í gær um fyrirhugað tónleikaferðalag sitt um heiminn og mun það teygja anga sína víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu.

Englendingurinn Morrissey tilkynnti í gær um fyrirhugað tónleikaferðalag sitt um heiminn og mun það teygja anga sína víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu. Þessi fyrrverandi söngvari The Smiths tjáði fjölmiðlum fyrr á árinu að hann hygðist aðeins spila á einum tónleikum á Englandi í ár áður en hann træði upp á Riot Fest-hátíðinni í Chicago. Það kom því mönnum á óvart hversu viðamikið fyrirhugað tónleikaferðalag er.

Tvö ár eru síðan síðasta plata hans, World Peace Is None of Your Business , kom út en sú fékk fína dóma, til að mynda fjórar stjörnur af fimm í The Guardian . Tónleikaferðalag kappans hefst í Berlín í Þýskalandi þann 16. ágúst næstkomandi og lýkur í El Paso í Bandaríkjunum 23. nóvember.