Fyrstur í pontu. V-NS Norður &spade;KG1093 &heart;ÁD83 ⋄K96 &klubs;Á Vestur Austur &spade;642 &spade;7 &heart;107 &heart;G9652 ⋄ÁD10852 ⋄G43 &klubs;G6 &klubs;D873 Suður &spade;ÁD85 &heart;K4 ⋄7 &klubs;K109542 Suður spilar 6&klubs;.

Fyrstur í pontu. V-NS

Norður
KG1093
ÁD83
K96
Á

Vestur Austur
642 7
107 G9652
ÁD10852 G43
G6 D873

Suður
ÁD85
K4
7
K109542

Suður spilar 6.

Sá sem er fyrstur í pontu stýrir gjarnan umræðunni – það sem hann segir, kallar á andsvar. Hér er vestur málshefjandi og byrjar með látum: opnar á 3. Hvernig á norður að bregðast við?

Ef norður væri gjafari myndi hann opna rólega á 1 og þá liggja margar auðveldar leiðir upp í borðleggjandi spaðaslemmu. En hindrunin neyðir norður til að taka strax ótímabæra afstöðu. Ef hann segir 3 jarðar hann hjartalitinn, og ef hann doblar til úttektar lofar hann upp í ermina á sér hvað laufið varðar. Aðrir möguleikar eru 3G eða 4, en þær sagnir eru báðar meingallaðar.

Spilið kom upp í leik Gupta og Lewis í bandarísku landsliðskeppninni. Á öðru borðinu doblaði norður, austur stökk í 5 og suður sagði (vongóður) 6. Hinum megin valdi norður að koma inn á 3, austur sagði 5 og norður giskaði á 5. Ekki gott, en mun skárra en 6.