Fagnað Jón Ingason, lengst til vinstri, fagnar eftir sigurleik Eyjamanna í sumar ásamt nokkrum samherjum sínum. Þeir mæta FH í kvöld.
Fagnað Jón Ingason, lengst til vinstri, fagnar eftir sigurleik Eyjamanna í sumar ásamt nokkrum samherjum sínum. Þeir mæta FH í kvöld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bikarinn Benedikt Grétarsson bgretarsson@mbl.is Þjóðhátíð í Eyjum hefst formlega í kvöld með Húkkaraballinu svokallaða en Eyjamenn fá einnig gómsætan forrétt þegar karlalið ÍBV mætir FH fyrr um kvöldið í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Bikarinn

Benedikt Grétarsson

bgretarsson@mbl.is

Þjóðhátíð í Eyjum hefst formlega í kvöld með Húkkaraballinu svokallaða en Eyjamenn fá einnig gómsætan forrétt þegar karlalið ÍBV mætir FH fyrr um kvöldið í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Jón Ingason er uppalinn í Eyjum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 64 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í efstu deild undanfarin sex tímabil

„Stemmningin í liðinu er virkilega góð, þrátt fyrir döpur úrslit síðasta sunnudag gegn ÍA. Það er auðvelt að gíra mannskapinn í svona leik. Það er bikarúrslitaleikur í húfi og það þarf lítið að láta menn vita af því.“

Frábær staður fyrir stórleik

Viðbúið er að mikil stemmning verði í Eyjum í kvöld, ekki síst vegna nálægðarinnar við Þjóðhátíð.

„Þú færð eiginlega ekki betri stað og stund til að tryggja þér sæti í bikarúrslitaleiknum. Vonandi helst bongóblíðan og dagurinn verði bara flottur í alla staði. Við erum staðráðnir að komast í úrslitaleikinn og höfum sett okkur það markmið. Einnig þurfum við að koma til baka eftir vægast sagt slaka frammistöðu uppi á Skaga.

Við höfum nú gert vel í bikarnum í ár og slegið út hörkulið. Það eru ekkert allir sem slá út Stjörnuna á teppinu í Garðabænum og svo Blika í Kópavogi. Nú fáum við FH og við höfum bullandi trú á okkar getu.“

Íslandsmeistararnir bíða

Óhætt er að segja að Eyjamenn fái ærið verkefni í kvöld þar sem þeir glíma við geysisterkt lið FH. „Ef maður lítur á pappírinn og skoðar hópinn hjá þeim, þá er þetta klárlega sterkasta liðið á landinu. Þeir hafa líka sýnt með sinni spilamennsku að þeir eru kandidatar í að klára deildina og eru líklegir í bikarnum líka. Það er bara þannig að þegar þú ert kominn þetta langt, þá þarftu að leggja sterkustu liðin að velli. Það yrði ekkert sætara en að slá út FH á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð.“

Vill feta í fótspor pabba

Jón segir löngu tímabært að ÍBV komist í bikarúrslitaleik en þangað hefur karlalið félagsins ekki komist síðan árið 2000 þegar úrslitaleikurinn tapaðist gegn ÍA.

„Öll sex árin sem ég hef leikið með meistaraflokki höfum við farið langt. ÍBV hefur fallið úr keppni í undanúrslitum 3-4 sinnum á meðan ég hef verið í liðinu og það er orðið helvíti þreytt að vera svona grátlega nálægt úrslitaleiknum og þurfa svo að bíta í það súra epli að sjá á eftir honum.

Þegar ÍBV varð bikarmeistari 1998, þá var einmitt karl faðir minn [Ingi Sigurðsson] hluti af því liði. Það væri ekki leiðinlegt að feta í hans spor og taka titilinn. Okkar fókus þarf samt að vera á leikinn á morgun, sem er risastór í alla staði.

Ég átti gott spjall við pabba um daginn og hann sagði að þrátt fyrir að hafa spilað fjölda bikarúrslitaleikja, þá þráir hann ekkert heitar en að sjá liðið sitt fara í úrslit núna,“ sagði Jón.