Ólafur Áki Ragnarsson
Ólafur Áki Ragnarsson
„Það verður mikil breyting á atvinnuháttum á Vopnafirði og skiptir sköpum fyrir byggðarlagið,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, um uppbyggingu HB Granda á bolfiskvinnslu.

„Það verður mikil breyting á atvinnuháttum á Vopnafirði og skiptir sköpum fyrir byggðarlagið,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, um uppbyggingu HB Granda á bolfiskvinnslu. Kaupin á kvótanum eru grundvöllur uppbyggingar. „Það er mikilvægt fyrir samfélagið að hafa jafnöflugan bakhjarl og HB Granda. Þetta fyrirtæki gerir allt með mikilli reisn. Rekur fyrirtæki sín vel og hugsar vel um starfsfólk sitt og byggðarlögin.

Ólafur Áki var bæjarstjóri Ölfuss á árunum 2002 til 2010 og viðurkennir að hann hugsi þangað núna. „Ég skil vel mitt fólk í Ölfusi en veit að það vinnur sig út úr þessu. Ölfus er landmikið sveitarfélag og býr yfir miklum náttúruauðlindum. Ég veit að það á bjarta framtíð, þótt aðeins skyggi á núna.“