Andrei Tarkovsky
Andrei Tarkovsky
Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932-1986) gerði sjö kvikmyndir í fullri lengd. Fyrstu fimm í Sovétríkjunum; Æska Ívans (1962), Andrei Rublev (1966), Solaris (1972), Mirror (1975) og Stalker (1979).

Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932-1986) gerði sjö kvikmyndir í fullri lengd. Fyrstu fimm í Sovétríkjunum; Æska Ívans (1962), Andrei Rublev (1966), Solaris (1972), Mirror (1975) og Stalker (1979). Síðan Nostalghia (1983) á Ítalíu og Fórnina (1986) í Svíþjóð. Tarkovsky þótti fara óhefðbundnar leiðir, en dulúð, háspekilegar vangaveltur, draumkennt myndmál og óvenjulega löng skot einkenna myndir hans.

Fórnin fjallar um fyrrum leikara og viðbrögð hans þegar fregnir berast af að gjöreyðingarstríð sé í aðsigi. Leikarinn biður til guðs í fyrsta skipti á ævinni og til að afstýra vánni heitir hann því að hafna fjölskyldu sinni og öllu því sem honum er kært. Vinur hans sem kann sitthvað fyrir sér í dulrænum fræðum segir aðeins eitt ráð í stöðunni. Hann verði að sofa hjá vinnukonunni Maríu frá Íslandi, hún búi yfir dulrænum krafti sem bægt geti voðanum frá. Hann fer að þessum ráðum og þegar hann vaknar daginn eftir er allt eins og ekkert hafi í skorist. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.