Brösur merkir illdeilur , erjur og er ekki til í eintölu. Þótt orðið beygist eins og ekkert sé: brösur , um brösur , frá brösum , til brasa , sést það vart nema í þágufallinu: brösum .
Brösur merkir illdeilur , erjur og er ekki til í eintölu. Þótt orðið beygist eins og ekkert sé: brösur , um brösur , frá brösum , til brasa , sést það vart nema í þágufallinu: brösum . Orðtakið að eiga í brösum við e-n merkir að eiga í erjum við e-n og það sama gildir ef tveir eða fleiri eiga í brösum saman .