Blóðsúthellingar Sýrlendingar á vettvangi árásarinnar í gær.
Blóðsúthellingar Sýrlendingar á vettvangi árásarinnar í gær. — AFP
Að minnsta kosti 44 manns létu lífið og 140 særðust í sprengjutilræði í gær í sýrlensku borginni Qamishli, nálægt landamærunum að Tyrklandi. Ríki íslams, samtök íslamista, lýsti árásinni á hendur sér.

Að minnsta kosti 44 manns létu lífið og 140 særðust í sprengjutilræði í gær í sýrlensku borginni Qamishli, nálægt landamærunum að Tyrklandi. Ríki íslams, samtök íslamista, lýsti árásinni á hendur sér.

Þetta er mannskæðasta sprengjutilræði í Qamishli síðan átökin í Sýr-landi hófust í mars 2011. Slíkar sprengjuárásir hafa verið gerðar reglulega í borginni og hefur Ríki íslams lýst mörgum þeirra á hendur sér.

Fréttaveitan AFP hefur eftir sýrlenskum embættismönnum að árásarmaðurinn hafi sprengt sig í loft upp í flutningabíl.

Fréttaritari AFP segir spreng-inguna hafa orðið í grennd við stjórnsýslubyggingar Kúrda, meðal annars varnarmálaráðuneytisins. Borgin lýtur yfirráðum bæði sýrlenskra og kúrdískra stjórnvalda. Kúrdar eru í meirihluta í Qamishli og nokkur kúrdísk ráðuneyti eru þar með skrifstofur.

Hræðileg aðkoma

Fréttaritari Reuters í borginni segir að aðkoman hafi verið hræðileg, fólk hafi vafrað um alblóðugt í rústum húsa sem eyðilögðust í sprengingunni. Fólk hafi verið í losti og börn öskrað á meðan öryggissveitir og íbúar borgarinnar unnu að því að flytja hina látnu og særðu úr rústunum.

Sjúkrahús í borginni eru yfirfull vegna sprengjuárásarinnar og yfirvöld hafa hvatt íbúa að gefa blóð.

Yfir 280.000 hafa fallið í átökunum í Sýrlandi frá því þau hófust, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna.