Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í vor að halda stjórnarsamstarfinu áfram, ljúka mikilvægum málum og boða síðan til kosninga.

Hjörtur J. Guðmundsson

hjortur@mbl.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í vor að halda stjórnarsamstarfinu áfram, ljúka mikilvægum málum og boða síðan til kosninga. Þingið hafi verið mjög starfsamt í apríl og maí og hann hafi enga ástæðu til að ætla að það verði ekki eins í ágúst og september.

Þetta sagði Sigurður Ingi í sam-tali við mbl.is í gær vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunn-laugsson, formaður Framsóknar-flokksins, sagði ekki víst að þing-kosningar færu fram í haust.

„Það liggja fyrir þinginu mjög mikilvæg verkefni sem við ætlum að klára áður en við göngum til kosninga og að því gefnu að þetta gangi allt saman upp þá verða að sjálf-sögðu kosningar í framhaldi af því,“ sagði Sigurður Ingi.

Forsætisráðherra sagði að verkefnin sem Alþingi þyrfti að ljúka í haust væru afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, lagasetning um að fólk geti nýtt séreignasparnað til þess að lækka höfuðstól lána og taka þyrfti á verðtryggingunni. Jafnframt nefndi hann og tillögur að stjórnarskrárbreytingum sem unnar hafi verið í samstarfi allra flokka.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni að nýjasta útspil formanns flokksins væri til þess fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan væri í þinginu og setja þar allt í upplausn.

Höskuldur kvaðst telja að ekki komi annað til greina en að standa við samkomulag Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá því í vor um að kosningar fari fram í haust.