Ístak er að breyta sínum gömlu höfuðstöðvum við Engjateig í sendiráð fyrir Bandaríkin. Unnið er að undirbúningi og framkvæmdir hefjast í haust.

Ístak er að breyta sínum gömlu höfuðstöðvum við Engjateig í sendiráð fyrir Bandaríkin. Unnið er að undirbúningi og framkvæmdir hefjast í haust. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að þetta sé mikið verk, líklega stærsta verkefni Ístaks hér á landi í ár. Framkvæmdir miða meðal annars að því að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsmanna þess.

Fyrirtækið er með nokkur stór verk á Íslandi og er þátttakandi með systurfyrirtækjum í verkefnum erlendis, m.a. á Grænlandi. 6