Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla á netinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar. „Teningunum er kastað.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla á netinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

„Teningunum er kastað. Eftir rúmlega sjö ára níðskrif um mig á netinu gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa. Nú fer málið í ferli,“ skrifar Vigdís en tilefnið er listi sem vefsíðan Sandkassinn birti eftir helgi yfir tuttugu einstaklinga sem sagðir voru vera „nýrasistar“.

Vigdís sagði í samtali við mbl.is í gær að hún hefði ekki getað setið undir þeim ummælum sem höfð voru um hana á síðunni.Vefsíðunni hefur nú verið lokað en þar sagði að nýrasistar væru þeir sem verið hefðu áberandi í þjóðfélagsumræðunni og beitt sér gegn fólki á grundvelli þjóðernis, litarháttar eða uppruna.

Fyrir utan Vigdísi voru m.a. á listanum Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur og Ásmundur Friðriksson þingmaður.