Viðar Halldórsson
Viðar Halldórsson
Eyjamenn og FH-ingar sem eigast við í undanúrslitum bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld hafa einu sinni mæst í úrslitaleik bikarkeppninnar. Það var árið 1972, þremur árum áður en FH lék í fyrsta skipti í efstu deild. Liðið fór taplaust í gegnum...

Eyjamenn og FH-ingar sem eigast við í undanúrslitum bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld hafa einu sinni mæst í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Það var árið 1972, þremur árum áður en FH lék í fyrsta skipti í efstu deild. Liðið fór taplaust í gegnum 2. deildina, þá næstefstu, en varð í öðru sæti á eftir Akureyringum og aðeins eitt lið fór upp.

ÍBV vann úrslitaleikinn sem leikinn var á Melavellinum í Reykjavík 11. nóvember, 2:0, og það var eina tap FH í deild eða bikar allt það ár. Haraldur Júlíusson skoraði bæði mörk Eyjamanna, eftir sendingar frá Tómasi Pálssyni og Einari Friðþjófssyni.

Þrír ungir piltar sem léku þennan leik áttu allir eftir að leika fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd. Ásgeir Sigurvinsson var 17 ára í liði ÍBV og í liði FH voru Janus Guðlaugsson, 17 ára, og Viðar Halldórsson, 19 ára. Tveir synir Viðars, Davíð og Bjarni, eru einmitt í liði FH-inga í dag og hann er sjálfur formaður félagsins. vs@mbl.is