Salsa Það verður dansaður salsadans langt fram eftir kvöldi á Óðinstorgi.
Salsa Það verður dansaður salsadans langt fram eftir kvöldi á Óðinstorgi. — Morgunblaðið/Eggert
Skemmtidagskráin á Óðinstorgi heldur áfram en í dag efna SalsaIceland og Torg í biðstöðu til salsaballs á torginu. Byrjendum er þar boðið í ókeypis prufutíma í salsa klukkan 20 og svo dunar dansinn til klukkan 23.

Skemmtidagskráin á Óðinstorgi heldur áfram en í dag efna SalsaIceland og Torg í biðstöðu til salsaballs á torginu. Byrjendum er þar boðið í ókeypis prufutíma í salsa klukkan 20 og svo dunar dansinn til klukkan 23. Að því loknu verður rölt á Kalda Bar þar sem fjörið heldur áfram.

SalsaIceland er félag áhugafólks um salsa á Íslandi og salsadansskóli. Edda Blöndal kynntist töfrum salsadansins er hún var búsett í Svíþjóð og stofnaði SalsaIceland árið 2003 í fráhvarfi frá dansinum eins og segir í tilkynningu. Markmið SalsaIceland er að kynna salsa fyrir Íslendingum og vinna að uppbyggingu salsasamfélags hér á landi.