Hringferð Jón Eggert hjólaði til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Hringferð Jón Eggert hjólaði til styrktar Krabbameinsfélaginu. — Morgunblaðið/Þórður
Hjólakappinn Jón Eggert Guðmundsson lauk í gær ferð sinni um landið eftir að hafa hjólað hringinn til styrktar Krabbameinsfélaginu. Jón Eggert gekk sömu leið fyrir 10 árum og safnaði þá einnig fé fyrir Krabbameinsfélagið. Hann lagði af stað hinn 1.

Hjólakappinn Jón Eggert Guðmundsson lauk í gær ferð sinni um landið eftir að hafa hjólað hringinn til styrktar Krabbameinsfélaginu. Jón Eggert gekk sömu leið fyrir 10 árum og safnaði þá einnig fé fyrir Krabbameinsfélagið.

Hann lagði af stað hinn 1. júlí síðastliðinn í hringferðina sem er um 3.200 kílómetra löng. Leiðin lá um alla strandvegi Íslands, sem er lengsta mögulega leið hringinn um landið.

Jón Eggert ætlaði sér að ljúka hringferðinni á 19 dögum en ferðalagið dróst aðeins á langinn, m.a. vegna meiðsla í hnjám.