Upptökur Leikstjóri myndarinnar er Ása Helga Hjörleifsdóttir.
Upptökur Leikstjóri myndarinnar er Ása Helga Hjörleifsdóttir. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Nú standa yfir tökur á íslensku kvikmyndinni Svanurinn , sem er fyrsta mynd leikstjórans Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd.

Nú standa yfir tökur á íslensku kvikmyndinni Svanurinn , sem er fyrsta mynd leikstjórans Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd.

Ása Helga, sem útskrifaðist í kvikmyndagerð frá Columbia-háskólanum í New York árið 2012, skrifaði einnig handritið sem byggt er á samnefndri verðlaunabók Guðbergs Bergssonar. Tökur fara mestmegnis fram í Svarfaðardal, þaðan sem leikstjórinn er ættaður, en einnig verður tekið upp í Grindavík.

Svanurinn segir frá níu ára stúlku, Sól, sem send er í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf.

Gríma Valsdóttir leikur Sól, en í öðrum hlutverkum eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.