Upphaflega var gert ráð fyrir því að aðeins erlend verkefni fengju endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði en síðan fékk íslensk kvikmyndagerð inngöngu í kerfið árið 2001.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að aðeins erlend verkefni fengju endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði en síðan fékk íslensk kvikmyndagerð inngöngu í kerfið árið 2001.

Þetta er búið að taka langan tíma að fá erlendu verkefnin inn í landið og flestir tala um að þetta hafi fyrst hafist árið 2012. Árið 2013 var síðan stóra Hollywood-árið þegar Interstellar, Oblivion, Noah, Thor II, Mitty og fleiri bandarísk verkefni komu til landsins.

Fyrir utan hvað framleiðendur og framkvæmdastjórar myndanna hafa verið ánægðir með samstarfið við íslensk fyrirtæki má ekki gleyma auglýsingamætti stórstjarnanna á meðal aðdáenda sinna, en hann er gríðarlegur.