Arna Stefanía Guðmundsdóttir
Arna Stefanía Guðmundsdóttir — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í 400 m grindahlaupi á móti sem haldið var í Karlstad í Svíþjóð í gær. Arna Stefanía hljóp á 58,16 sekúndum og sigraði með nokkrum yfirburðum.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í 400 m grindahlaupi á móti sem haldið var í Karlstad í Svíþjóð í gær. Arna Stefanía hljóp á 58,16 sekúndum og sigraði með nokkrum yfirburðum. Þrátt fyrir sigurinn var Arna töluvert frá sínum besta árangri sem er 57,14 sekúndur. Tími Örnu í gær var þó sá sjötti besti sem hún hefur náð á ferlinum í 400 m grindahlaupi.

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason keppti einnig á mótinu en þetta var næstsíðasta mót Guðna fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Ríó í Brasilíu föstudaginn 5. ágúst. Guðni Valur endaði í fjórða sæti á mótinu með kasti upp á 59,12 metra. Sigurvegarinn á mótinu í gær kastaði hins vegar 64,24 metra.

Guðni er einn átta Íslendinga sem verða meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann hefur kastað lengst 61,85 metra á þessu ári en hans besti árangur er 63,50 metrar. bgretarsson@mbl.is