Keflavík Íslenskir og bandarískir sérfræðingar unnu verkið.
Keflavík Íslenskir og bandarískir sérfræðingar unnu verkið. — Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við sjáum t.a.m. hvernig grafirnar voru merktar á sínum tíma, það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Steinar hafa verið lagðir við bæði höfuð- og fótenda grafa á yfirborði.

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

„Við sjáum t.a.m. hvernig grafirnar voru merktar á sínum tíma, það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Steinar hafa verið lagðir við bæði höfuð- og fótenda grafa á yfirborði. En einnig voru steinar lagðir í grafirnar, ofan á kistur og þá sem í þeim voru,“ segir Guðný Zoëga, mannabeinafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún til uppgraftar kirkjugarðsins við bæinn Keflavík í Hegranesi, en þar eru sérfræðingar búnir að grafa upp alls 43 grafir og nokkuð stæðilega kirkju sem hefur verið stafverkshús með torfveggjum.

Kynin voru aðskilin í garðinum

Kirkjugarðurinn við Keflavík er hringlaga, 17 metrar í þvermál, og var hann tekinn í notkun skömmu eftir kristnitöku, um árið 1000. Talið er að fólk hafi verið grafið í garðinum fram á fyrstu áratugi 12. aldar.

Þá hefur einnig komið í ljós að garðurinn var kynjaskiptur. 4