Leikari Baltasar í hlutverki Finns.
Leikari Baltasar í hlutverki Finns. — Morgunblaðið/Golli
Eiðurinn , nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto, sem fram fer 8.-18. september. Myndin verður sýnd í Special Presentations-hluta hátíðarinnar.
Eiðurinn , nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto, sem fram fer 8.-18. september. Myndin verður sýnd í Special Presentations-hluta hátíðarinnar.

Baltasar Kormákur leikstýrir og skrifar handritið að Eiðnum ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í aðalhlutverkum er Baltasar sjálfur ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni.

Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem ákveður að gera hvað sem er til að bjarga dóttur sinni úr klóm eiturlyfjanna.

Eiðurinn verður frumsýnd hérlendis 9. september.