Nettur Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann er alltaf góður.
Nettur Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann er alltaf góður. — Morgunblaðið/Frikki
Ísland er ekki stórt land og býr ekki yfir miklum mannfjölda. Í fjölmiðlum er því „heitasta“ fólkið ansi oft notað í nánast hvað sem hægt er að framleiða. Það þarf að nýta sér andlitið á meðan það selur.

Ísland er ekki stórt land og býr ekki yfir miklum mannfjölda. Í fjölmiðlum er því „heitasta“ fólkið ansi oft notað í nánast hvað sem hægt er að framleiða. Það þarf að nýta sér andlitið á meðan það selur.

Ég kveikti á sjónvarpinu um daginn og þar var spurningaþátturinn „Nettir kettir“ í gangi á Stöð 2. Ekki kannski alveg minn tebolli en gott og vel. Meðal keppenda voru Salka Sól Eyfeld, hin fjölhæfa söng- og fjölmiðlakona, og trommuleikarinn hárprúði, Hrafnkell Örn Guðjónsson. Þátturinn hélt mér ekki lengi og ég skipti yfir á RÚV til að horfa á „Popppunkt“.

Þar voru þau skötuhjú aftur að etja kappi og stóðu sig bæði vel. Aftur gafst ég upp og fór að drepa geitunga í garðinum mínum. Kom svo aftur inn um klukkustund síðar og sá auglýsingu Rásar 2, þar sem ungt og fallegt fólk keyrir um syngjandi klassískan Bó Halldórs slagara. Þar voru Salka og Hrafnkell að sjálfsögðu fremst í flokki. Það verður ágætt þegar vetrardagskráin byrjar. Þá fær maður væntanlega Loga Bergmann í fréttum, „Spurningabombunni“, „Loga í beinni“ og útvarpsþættinum „Bakaríinu“. Besta andlitið í bransanum.

Benedikt Grétarsson

Höf.: Benedikt Grétarsson