Keppt um tjaldstæði í Vestmannaeyjum.
Keppt um tjaldstæði í Vestmannaeyjum. — Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Mikill fjöldi var samankominn í Herjólfsdal síðdegis í gær til þess að merkja sér stæði fyrir hvítu hústjöldin sem eru eitt fjölmargra einkenna Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum.

Mikill fjöldi var samankominn í Herjólfsdal síðdegis í gær til þess að merkja sér stæði fyrir hvítu hústjöldin sem eru eitt fjölmargra einkenna Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum.

Farið var í kapphlaup um tjaldstæðin og fengu starfsmenn þjóðhátíðarnefndar tveggja mínútna forskot. Aðrir Eyjamenn fylgdu svo í kjölfarið og tryggðu sér stað fyrir tjöldin sín. Ekki bar á öðru en að allir væru sáttir við sinn hlut.