Drumbeat Lúxusskútan Drumbeat var tignarleg í Sundahöfn í gær.
Drumbeat Lúxusskútan Drumbeat var tignarleg í Sundahöfn í gær. — Morgunblaðið/Freyja Gylfa
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lúxusskútan Drumbeat leit vel út við hliðina á skemmtiferðaskipinu stóra, MSC Splendida í Sundahöfninni í gær. Skemmtiferðaskipið fangaði athygli fólks úr fjarska en þegar nær var komið færðist athyglin á skútuna.

Lúxusskútan Drumbeat leit vel út við hliðina á skemmtiferðaskipinu stóra, MSC Splendida í Sundahöfninni í gær.

Skemmtiferðaskipið fangaði athygli fólks úr fjarska en þegar nær var komið færðist athyglin á skútuna. Drumbeat siglir úr höfn í næstu viku eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Reykjavík og er stefnan tekin vestur á firði, þegar franski eigandi skútunnar kemur til Íslands.

Áhöfn úr öllum heimshornum

Áhöfn snekkjunnar var fjölþjóðleg, tveir Suður-Afríkumenn, Þjóðverjar og Dani voru meðal þeirra sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við í gær.

„Leið skútunnar liggur á Svalbarða, síðan til Noregs og sennilega til Portúgals að lokum. Þaðan siglum við til karabíska hafsins í skemmtisiglingu vetrarins,“ sagði sá danski.

Skútan var til leigu á 190 þúsund evrur, eða rúmar 25 milljónir króna, á viku en ekkert tilboð virðist hafa borist frá Íslendingum. Spurður hvort leigjendur megi ráða för sagði Daninn að það mætti ekki nema hún væri leigð í mánuð eða lengri tíma. johannes@mbl.is