Svava Johansen hefur stundað kaupmennskuna í 35 ár.
Svava Johansen hefur stundað kaupmennskuna í 35 ár. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hún hefur staðið vaktina í verslunum sínum í 35 ár. Hefur ekki áhuga á að reka verslun í útlöndum og óttast ekki samkeppni við erlendar verslunarkeðjur.

Kaupmaðurinn Svava Johansen, sem kennd er við verslunina Sautján, hefur mörg járn í eldinum. Hún stýrir móðurfélaginu NTC sem er risi á íslenskum tískumarkaði og rekur fjölda verslana í Kringlunni, Smáralind og miðborg Reykjavíkur. Auk þess er fyrirtækið í umfangsmikilli eigin framleiðslu tískuvara sem framleiddar eru víða um heim. Auk Íslands er framleiðslan í Kína, Tyrklandi og Frakklandi.

„Það hefur auðvitað alltaf verið áskorun að geta boðið sambærilegt verð á vörum og erlendis. Íslensk verslun á í samkeppni við verslun í öðrum löndum, bæði vegna ferðalaga Íslendinga og svo auðvitað í gegnum netverslanir,“ segir Svava. Í viðtali í ViðskiptaMogganum er brugðið upp mynd af 35 ára kaupmannsferli Svövu, daglegum viðfangsefnum og áskorunum í rekstri tískurisans NTC.