— Morgunblaðið/Eggert
Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verður með hefðbundnum hætti.

Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verður með hefðbundnum hætti.

Að þessu sinni verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð og orður og er það gert að ósk forsetaefnisins. Allt frá árinu 1945 hefur verið óskað eftir því að karlar klæðist kjólfötum og konur síðkjólum. Ekki er lengur gerð krafa um að almennir boðsgestir séu í kjólfötum og síðkjólum og ekki er gerð krafa um að almennir boðsgestir beri heiðursmerki og orður. Að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, er undirbúningur athafnarinnar á lokastigi. 10