Listasafn Sigurjóns Ólafssonar efnir til aukatónleika í sumartónleikaröð sinni í kvöld klukkan 20.30 en þá munu koma fram Anna Jónsdóttir söngrödd, Ute Völker harmonikka og Ursel Schlicht píanó.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar efnir til aukatónleika í sumartónleikaröð sinni í kvöld klukkan 20.30 en þá munu koma fram Anna Jónsdóttir söngrödd, Ute Völker harmonikka og Ursel Schlicht píanó. Þau koma til með að leika íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Leifs í nýjum búningi. Tónleikarnir bera yfirskriftina Máninn líður en í tilkynningu segir að upphaf þessa samstarfs megi rekja til hins óvenjulega og framsækna hundrað daga viðburðar SonicExchange í Kassel í Þýskalandi árið 2012. Þremenningarnir hafa síðan leitast við að túlka íslenska þjóðlagaarfinn á nýjan og persónulegan hátt.