Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Forsetaefnið Guðni Th. Jóhannesson mun bera forsetakeðjuna við innsetninguna. Sú hefð hefur ekki skapast að hengja keðjuna á forsetann við athöfnina sjálfa og mun hann fá hana afhenta að morgni innsetningardags.

Forsetaefnið Guðni Th. Jóhannesson mun bera forsetakeðjuna við innsetninguna. Sú hefð hefur ekki skapast að hengja keðjuna á forsetann við athöfnina sjálfa og mun hann fá hana afhenta að morgni innsetningardags.

Skrifstofa forseta Íslands varðveitir keðjuna en forsetinn er yfirmaður fálkaorðunnar.

Keðjan sem um ræðir ber heitið „keðja ásamt stórkrossstjörnu“, sem er æðsta stig fálkaorðunnar. Alls eru stig fálkaorðunnar fimm. Þessa orðu mega einungis þjóðhöfðingjar bera. Þetta stig er einnig veitt þjóðhöfðingjum Norðurlandanna líkt og þeir veita forseta Íslands sínar orður á æðsta stigi, svokallaða Fílaorðu.