Bókin Víða í dag má greina það viðhorf meðal almennings að fjármálaheimurinn sé stórskaðlegur. Fólk grunar banka um græsku, fyrirlítur vogunarsjóði og tortryggir ákvarðanir seðlabankastjórna um stýrivexti.

Bókin

Víða í dag má greina það viðhorf meðal almennings að fjármálaheimurinn sé stórskaðlegur. Fólk grunar banka um græsku, fyrirlítur vogunarsjóði og tortryggir ákvarðanir seðlabankastjórna um stýrivexti.

Vitaskuld má réttlæta margt af þeirri gagnrýni sem fjármálageirinn þarf að þola, en William Goetzmann vill þó meina að fjármálakerfið hafi verið einn mikilvægasti drifkrafturinn að baki framfarasögu mannkyns. Eða eins og titill nýju bókarinnar hans orðar það: Money Changes Everything: How Finance Made Civilization Possible .

Goetzmann lítur á nýjar fjármálalausnir eins og hverjar aðrar framfarir í tækni. Við notum hjólbörur og flugvélar til að koma hlutum á milli staða, og á sama hátt notum við einfaldar og flóknar fjármálalausnir til að færa peninga þangað sem okkur hentar best; hvort heldur fram í framtíðina, í formi sparnaðar, eða aftur í tímann, í formi neyslu og fjárfestingar. Eins og með aðrar tækniframfarir verður svið fjármálanna æ flóknara, og stundum koma fram nýjungar sem snúa öllu á hvolf.

Goetzmann kennir fjármál við Yale og í Money Changes Everything rekur hann sögu peninga og fjármála frá árdögum siðmenningarinnar fram til okkar daga. Hann skoðar meðal annars hvernig ritmálið varð sennilega til svo hægt væri að skrásetja skuldir og greiðslur, og hvernig fyrstu hlutafélögin urðu til á tímum Rómverja.

Þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að þrátt fyrir tjaldbúðirnar á Wall Street, þrátt fyrir óðaverðbólgu og hlutabréfabólur og magnbundnar íhlutanir þá er fjármálasagan saga framfara. ai@mbl.is