Samhliða dráttarvélasafninu á Ketill orðið mikið safn módela af aftanítækjum og er það nánast allt sem hægt er að hengja aftan í vélarnar.
Samhliða dráttarvélasafninu á Ketill orðið mikið safn módela af aftanítækjum og er það nánast allt sem hægt er að hengja aftan í vélarnar. Þar má nefna bindivélar af ýmsum gerðum, áburðardreifara, heyþyrlur, mykjutanka, plóga, sláttuvélar, herfi og valtara. Þá á hann kartöfluupptökuvél, ámoksturstæki af ýmsum gerðum og m.fl. enda eru dráttarvélar mjög fjölbreytt tæki sem eru nýtt á margan hátt. Spurður hvort safnið sé enn að stækka segir hann það svo vera því hann vanti ýmsar vélar sem hann eigi eftir að verða sér úti um. Það eru ekki til módel af öllum dráttarvélum, en stundum koma þau skyndilega og þá er gaman að eignast þau. Hins vegar gerist þetta ekki allt í einu heldur eins og Ketill segir. „Maður er að eignast þetta allt smám saman.“