[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Menn hafa sagt að þegar „stjórnarsamstarfið var endurnýjað í vor“ hafi haustkosningar verið ákveðnar. Þetta er misskilningur. Stjórnarsamstarfið var ekkert endurnýjað. Því lauk aldrei.

Menn hafa sagt að þegar „stjórnarsamstarfið var endurnýjað í vor“ hafi haustkosningar verið ákveðnar. Þetta er misskilningur. Stjórnarsamstarfið var ekkert endurnýjað. Því lauk aldrei.

Forsætisráðherrann lét af embætti, en það var vegna persónulegra mála sem aðrir ráðherrar og þingmenn báru enga ábyrgð á, hvað þá þeir kjósendur sem greiddu atkvæði í lýðræðislegum þingkosningum vorið 2013. Nýr maður settist í stól hans, varaformaður hans úr sama stjórnarflokki. Var gerður nýr stjórnarsáttmáli? Voru stofnanir flokkanna kallaðar saman til að samþykkja nýjan stjórnarsáttmála og endurnýjun stjórnarsamstarfsins?

Hins vegar hafa menn sagt að upp hafi komið aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ef þetta veldur þingrofi og kosningum er það mjög alvarlegt. Það var efnt til mótmælafundar. Í framhaldi af honum ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að þáverandi forsætisráðherra viki úr ráðherrastól fyrir varaformanni sínum. Ríkisstjórnin missti ekki þingmeirihluta sinn. Enginn málefnaágreiningur kom upp milli stjórnarflokkanna. Ef þessir atburðir verða til þess að þingið verður rofið, þótt ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta, er búið að samþykkja að öskra megi þingið í burtu. Það er beinlínis aðför að íslenskri stjórnskipun ef þetta verður látið eftir stjórnarandstæðingum.

Fordæmið yrði skelfilegt.“