Orðabók Mel Gibson og Sean Penn túlka saman gerð Oxford-orðabókarinnar 1857.
Orðabók Mel Gibson og Sean Penn túlka saman gerð Oxford-orðabókarinnar 1857.
Óskarsverðlaunaleikararnir Mel Gibson og Sean Penn munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd um gerð ensku Oxford-orðabókarinnar sem byggð er á metsölubókinni, Professor and the Madman . Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Óskarsverðlaunaleikararnir Mel Gibson og Sean Penn munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd um gerð ensku Oxford-orðabókarinnar sem byggð er á metsölubókinni, Professor and the Madman . Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Mel Gibson keypti kvikmyndaréttinn að metsölubókinni The Surgeon of Crowthorne: A Tale of Murder, Madness and the Love of Words eftir Simon Vinchester en hann kemur til með að leika prófessorinn James Murray sem hófst handa við að ljúka orðabókinni árið 1857. Sean Penn er enn í samningaviðræðum um að fara með hlutverk fyrrverandi herlæknisins W.C. Minor, sem lagði til meira en 10.000 færslur í orðabókina. Hann sendi þær til Murray frá geðveikrahæli þar sem honum var haldið.

Farhad Safinia, sem skrifaði Apocalypto, leikstýrir myndinni.