Árni Johnsen
Árni Johnsen
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir einhverju efstu sætanna í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi, sem áætlað er að verði 10. september.

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir einhverju efstu sætanna í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi, sem áætlað er að verði 10. september. Þetta kemur fram í aðsendri grein Árna í Morgunblaðinu í dag, en þar segir hann að „meðframbjóðendur“ sínir hafi unnið skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í janúar 2013.

„Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur, og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga,“ segir Árni meðal annars.

„Ég er rétt liðlega sjötugur, nánast táningur miðað við aldur í alþjóða stjórnmálum og hef reynslu, vilja og metnað til þess að ná árangri með hugsjónaeldi.“

Árni var þingmaður flokksins árin 1983-1987, 1991-2001 og 2007-2013. Hann stefndi á fyrsta sætið í prófkjörinu 2013 en var ekki á meðal sex efstu þegar niðurstöður voru kynntar að prófkjöri loknu. sh@mbl.is 24