• Fanney Hauksdóttir hefur bæði orðið heims- og Evrópumeistari í bekkpressu í kraftlyftingum. • Fanney fæddist 1992 og keppir fyrir Gróttu.

Fanney Hauksdóttir hefur bæði orðið heims- og Evrópumeistari í bekkpressu í kraftlyftingum.

• Fanney fæddist 1992 og keppir fyrir Gróttu. Hún keppti í fimleikum á yngri árum en eftir að hún sneri sér að bekkpressu var hún fljót að komast í fremstu röð. Fanney varð í vor heimsmeistari í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu í S-Afríku og fékk silfur á HM í bekkpressu með búnaði í Danmörku. Í fyrra varð hún Evrópumeistari í bekkpressu með búnaði í Tékklandi. Fanney er handhafi níu meta og hefur á ferlinum sett 43 met. Hún hafnaði í 5. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins í fyrra.