Forsetahjónin Mæta norður með börnunum og gleðjast með Dalvíkingum.
Forsetahjónin Mæta norður með börnunum og gleðjast með Dalvíkingum. — Morgunblaðið/Eggert
Eitt af því sem hæst ber á Fiskideginum mikla að þessu sinni er að nýr forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu vináttukeðjunnar og er þetta eitt af fyrstu embættisverkum hans.

Eitt af því sem hæst ber á Fiskideginum mikla að þessu sinni er að nýr forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu vináttukeðjunnar og er þetta eitt af fyrstu embættisverkum hans. Guðni verður með fjölskyldu sinni á Dalvík frá föstudegi til sunnudagsmorguns – og verður meðal annars viðstaddur stórtónleika á hafnarsvæðinu um kvöldið. Á miðjum laugardeginum verður forsetinn í Reykjavík og flytur ávarp á Hinsegin dögum, en flýgur svo aftur síðdegis í fjörið fyrir norðan.

Ýmsir af helstu forystumönnum þjóðarinnar hafa mætt á Fiskidaginn mikla á undanförnum árum og má þar nefna ráðherra, biskupa og fleiri. Einnig Ólafur Ragnar Grímsson fv. forseti Íslands - og svo má auðvitað minna á að Kristján Eldjárn, þriðji forseti lýðveldsins, var af þessum slóðum; fæddur og uppalinn að Tjörn í Svarfaðardal.