Skreið Útflutningur á hertum fiskafurðum til Nígeríu hefur minnkað verulega og verð lækkað á þessu ári vegna gjaldeyrisskorts þar í landi. Helsta útflutningsvara Íslendinga til Nígeríu hefur verið hertir þorskhausar og -dálkar.

Skreið Útflutningur á hertum fiskafurðum til Nígeríu hefur minnkað verulega og verð lækkað á þessu ári vegna gjaldeyrisskorts þar í landi. Helsta útflutningsvara Íslendinga til Nígeríu hefur verið hertir þorskhausar og -dálkar.

Norðmenn, sem einnig hafa selt fiskafurðir til Nígeríu, hafa í kjölfar samdráttar á mörkuðum þar í landi efnt til markaðsátaks fyrir dýrari og betri skreið á Ítalíu. Útflutningur þangað hefur í kjölfarið aukist og verð hækkað, auk þess sem markaðir í nálægum löndum s.s. Króatíu hafa verið að opnast fyrir norska skreið.

Íslenskir þorskhausar hafa nánast eingöngu verið seldir til Nígeríu og það er helst að eitthvað seljist til nágrannaríkisins Benín og lítilræði er selt til Úkraínu en Íslendingar hafa ekki sótt inn á aðra markaði með afurðina. Sókn Normanna inn á markað á Ítalíu gæti því verið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg.

Verð á skreið lækkar

Þorskhausar hafa fallið í verði um 50 prósent á einu ári og þá hafa Norðmenn lent í vandræðum með framleiðslu á Ítalíuskreið í sumar, líkt sést á snarlækkandi verði í júní. Helsta orsök verðfalls í sumar er talin vera vandræði Norðmanna að framleiða gæðaskreið. Júní- og júlímánuður hafa verið með eindæmum blautir í sumar í Noregi en það gerir framleiðslu á gæðaskreið erfitt fyrir.