Egill Örn Jóhannsson hefur stýrt Forlaginu ásamt föður sínum frá stofnun þess 2001.
Egill Örn Jóhannsson hefur stýrt Forlaginu ásamt föður sínum frá stofnun þess 2001. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókaútgáfa er erfiður rekstur en Forlagið hefur alltaf skilað hagnaði.

„Sala bóka til erlendra ferðamanna er um 10% af veltu Forlagsins. Það má segja að þetta sé sá markaður sem við höfum ekki síst verið að horfa til á liðnum árum enda vöxtur í komu erlendra ferðamanna mikill og við höfum því verið markvisst að breikka úrval útgáfubóka á þessum markaði,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Rafbókin er honum einnig hugleikin en Egill telur að vöxtur verði á næstu árum í sölu rafbóka á Íslandi.

„Þegar horft er á íslenska markaðinn á hann vafalítið verulega mikið inni. Hann er enn sem komið er lítill en það hefur ekki síst ráðist af framboðsþættinum. Útgáfa hefur verið lítil á rafbókum en nú stendur það til mikilla bóta.“