Jarðskjálfti að stærð 3,9 á Richter varð í norðanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 16:15 í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Lengi hefur verið óttast að mikið eldgos gæti orðið í Bárðarbungu og sá ótti mun lifa áfram.

Jarðskjálfti að stærð 3,9 á Richter varð í norðanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 16:15 í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Lengi hefur verið óttast að mikið eldgos gæti orðið í Bárðarbungu og sá ótti mun lifa áfram. Þetta er virk eldstöð sem getur valdið gríðarlegum skaða ef hún lifnar almennilega við. Sprungan þar er talin vera yfir 200 kílómetra löng og mikið gos þar gæti brætt jökulinn sem liggur á bungunni og valdið miklum flóðum.

En í gær urðu ekki stórir skjálftar. Annar skjálfti var á svipuðum slóðum klukkan 12:48 í gær. Samtals hafa mælst 11 jarðskjálftar við Bárðarbungu frá miðnætti í gær.

Skjálftarnir fylgja sömu þróun og undanfarna mánuði.

Í síðustu viku átti á annan tug jarðskjálfta upptök við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn varð við suðvestanverða öskjuna þann 27. júlí klukkan 22:17 og var hann 2,3 að stærð.