Greining á skattframtölum ársins 2016 leiðir í ljós að árið 2015 var landsmönnum gjöfult. „Eignir jukust og skuldir minnkuðu. Atvinnuástand fór batnandi, fleiri öfluðu tekna og fleiri greiddu skatta.

Greining á skattframtölum ársins 2016 leiðir í ljós að árið 2015 var landsmönnum gjöfult.

„Eignir jukust og skuldir minnkuðu. Atvinnuástand fór batnandi, fleiri öfluðu tekna og fleiri greiddu skatta. Tekjur og eignir hafa aftur náð hæstu hæðum og því má ætla að hagur landsmanna sé að vænkast.“

Þetta er niðurstaða Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá Ríkisskattstjóra, í grein í nýútkominni Tíund, blaði embættisins. Páll hefur að venju greint skattframtöl einstaklinga, en ríkisskattstjóri lauk í júní álagningu opinberra gjalda fyrir tekjuárið 2015. 16