— Morgunblaðið/hag
Fílharmóníusveit Los Angeles tilkynnti það fyrir skemmstu að Sigur Rós kemur fram með sveitinni á Reykvísku hátíðinni svokölluðu sem haldin verður í Walt Disney-tónlistarmiðstöðinni þar í borg dagana 13. til 15. apríl næstkomandi.

Fílharmóníusveit Los Angeles tilkynnti það fyrir skemmstu að Sigur Rós kemur fram með sveitinni á Reykvísku hátíðinni svokölluðu sem haldin verður í Walt Disney-tónlistarmiðstöðinni þar í borg dagana 13. til 15. apríl næstkomandi. Þetta verður í fyrsta skiptið síðan árið 2003 sem hljómsveitin kemur fram opinberlega ásamt orkestru. Sveitin spilar öll þrjú kvöldin og mun hún að öllum líkindum koma til með að spila nýtt efni á síðustu tónleikunum.

Þá má þess einnig geta að íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason og Finninn Esa-Pekka Salonen sjá um hljómleikastjórnun. Hátíðinni er ætlað að kynna íslenska tónlist fyrir bandarískri þjóð en meðal annarra sem koma fram má nefna Schola Cantorum Reykjavík og Víking Heiðar Ólafsson. 6