Málverkið Air Power eftir Jean-Michel Basquiat á væntanlega eftir að seljast á nokkrar milljónir punda.
Málverkið Air Power eftir Jean-Michel Basquiat á væntanlega eftir að seljast á nokkrar milljónir punda.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í stofuna Þegar David Bowie féll frá hafði hann komið sér upp nokkuð áhugaverðu safni listmuna. Fram undan er uppboð hjá Sotheby‘s þar sem hægt verður að eignast gripi úr þessu stóra safni. Er uppboðið svo stórt að spannar tvo daga, 10. og 11.

Í stofuna

Þegar David Bowie féll frá hafði hann komið sér upp nokkuð áhugaverðu safni listmuna. Fram undan er uppboð hjá Sotheby‘s þar sem hægt verður að eignast gripi úr þessu stóra safni. Er uppboðið svo stórt að spannar tvo daga, 10. og 11. nóvember, og reiknað með að munirnir seljist á verði sem spannar allt frá nokkur hundruð pundum upp í margar milljónir.

Dýrast verður væntanlega málverkið Air Power frá 1984 eftir Jean-Michel Basquiat og reiknað með að lokaboðið verði á bilinu 2,5 til 3,5 milljónir punda. Hér til hliðar má svo sjá hringlaga málverk eftir Damien Hirst frá 1995 sem ætti að fara á 250-350.000 pund. Titill verksins er litríkur eins og verkið sjálft: Beautiful, shattering, slashing, violent, pinky, hacking sphincter painting . ai@mbl.is