Bumbubolti er frábært fyrirbæri. Menn mæta undir því yfirskini að hafa gaman af hlutunum en það breytist yfirleitt þegar leikur er hafinn. „Fyrirliðinn“ er týpan sem er sífellt að stýra inni á vellinum.
Bumbubolti er frábært fyrirbæri. Menn mæta undir því yfirskini að hafa gaman af hlutunum en það breytist yfirleitt þegar leikur er hafinn.

„Fyrirliðinn“ er týpan sem er sífellt að stýra inni á vellinum. Samherjar fá að heyra hvað þeir eru að gera vitlaust og oft biður fyrirliðinn menn að sýna meiri skynsemi og spila boltanum betur.

„Öskrarinn“ gargar þakið af húsinu ef dauðafæri fer forgörðum .Öskrarinn fær öðru hvoru „rauðu-þokuna“ yfir sig, þar sem hann missir stjórn á sér. Hann nær samt að klína sökinni á eitthvert atvik fyrr í leiknum, þegar hann taldi brotið á sér.

„Seigi gúbbinn“ er maðurinn sem æfði aldrei en nær á einhvern óskiljanlegan hátt að gera gagn. Þetta er týpan sem þvælist alltaf fyrir manni í markinu og skorar einhverja fáránlega sigurkörfu með forljótu sveifluskoti.

„Clueless frændinn“ mætir þegar illa gengur að finna mannskap. Oftast passar hann illa inn á völlinn og er lélegastur allra. Hann kemur yfirleitt bara einu sinni.

„Ungi gaurinn“ er skyldmenni einhvers úr hópnum og mætir þess vegna. Ungi gaurinn skorar endalaust vegna þess að hann er sá eini sem getur hlaupið inni á vellinum.

Ég er líklega allar þessar týpur, nema „ungi gaurinn“.