Söngvarinn Jónsi er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar.
Söngvarinn Jónsi er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar. — Morgunblaðið/RAX
Sigur Rós mun leyfa Los Angeles-búum að njóta tónlistar sinnar á tónleikum þar í borg næsta vor. Fílharmónía Los Angeles-borgar mun spila undir á þrennum tónleikum frá 13. til 15. apríl á næsta ári.

Sigur Rós mun leyfa Los Angeles-búum að njóta tónlistar sinnar á tónleikum þar í borg næsta vor.

Fílharmónía Los Angeles-borgar mun spila undir á þrennum tónleikum frá 13. til 15. apríl á næsta ári.

Þetta kemur fram á heimasíðu Sigur Rósar en ólík dagskrá verður öll kvöldin. Á fyrstu tónleikunum mun Fílharmónían meðal annars spila nýjan fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason sem hefur oft unnið með Sigur Rós áður.

Nafn þessarar heimsfrægu hljómsveitar kom til vegna nafns nýfæddrar systur aðalsöngvara hljómsveitarinnar, hans Jónsa Birgissonar, en þegar hljómsveitin var stofnuð hafði hann eignast systur sem var nefnd Sigur Rós. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæplega 15 ár sem Sigur Rós kemur fram ásamt stórsveit. Munu hljómsveitirnar spila lög Sigur Rósar í Walt Disney-tónleikahöllinni þessi þrjú kvöld.

borkur@mbl.is

Heimsfræg

» Hljómsveitin var stofnuð árið 1994.
» 1999 kom út platan Ágætis byrjun sem sló í gegn.
» Síðan 1999 hefur hljómsveitin sent frá sér fjölda vel gerðra verka og lög frá þeim notuð í heimsþekktum bandarískum þáttum og bíómyndum.