Verslunarmannahelgin Útvarp er ómissandi þá daga.
Verslunarmannahelgin Útvarp er ómissandi þá daga. — Morgunblaðið/Þórður
Ég hitti eitt sinn mann á tjaldstæðinu á Þingvöllum sem undi sér þar dável en ætlaði þó að pakka tjaldinu saman fljótlega og færa sig á tjaldstæðið á Flúðum. Því þarna í þjóðgarðinum náði hann illa Bylgjunni.

Ég hitti eitt sinn mann á tjaldstæðinu á Þingvöllum sem undi sér þar dável en ætlaði þó að pakka tjaldinu saman fljótlega og færa sig á tjaldstæðið á Flúðum. Því þarna í þjóðgarðinum náði hann illa Bylgjunni.

Verslunarmannahelgin nálgaðist og stefnan var að hlusta á Sigga Hlö í þjóðhátíðargír um daginn á útvarpsstöðinni og svo Brekkusönginn í beinni um kvöldið.

Þessi plebbaskapur fannst mér nú eitthvað til að hlæja að í laumi en nú þegar nýliðin verslunarmannahelgin stóð yfir öðlaðist ég fullkominn skilning á þessu.

Búslóðin mín er í einum graut í kössum eftir flutninga þar sem eitthvað og eitthvað finnst hér og þar í óskipulagðri röð. Í því happdrætti dró ég útvarpstækið upp úr kassa merkt jólaskraut og fann minn innri verslunarmannahelgarbol springa úr gleði.

Auðvitað varð að vera útvarpstæki. Hlusta á fólk í misgóðu símasambandi héðan og þaðan af landinu segja frá því hvernig umferðin gengi, hvar skítugasta tjaldstæðið væri, hverjir vildu fá óskalag af tjaldstæðinu á Fáskrúðsfirði og hverjir væru almennt bara í mesta stuðinu. Mest ómissandi síbylja ársins um ekkert.

Júlía Margrét Alexandersdóttir