Veiði Vilji stjórnvalda er að auka byggðakvóta til fiskveiða.
Veiði Vilji stjórnvalda er að auka byggðakvóta til fiskveiða. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á fiskveiðiárinu 2016/2017, sem hefst 1. september nk., mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki til stuðnings byggðarlögum samkvæmt reglugerð þar að lútandi. Úthlutað verður samtals 11.

Á fiskveiðiárinu 2016/2017, sem hefst 1. september nk., mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki til stuðnings byggðarlögum samkvæmt reglugerð þar að lútandi.

Úthlutað verður samtals 11.257 þorskígildistonnum, sem er nálægt 500 tonnum minna en í fyrra. Hinn eiginlegur byggðakvóti minnkar úr 6.852 tonnum í 5.623 tonn en svokallaður byggðakvóti Byggðastofnunar eykst úr 4.901 tonni í 5.634 tonn.

Á grunni byggðarstuðnings í lögunum er veittur tvenns konar kvóti, almennur byggðakvóti og byggðakvóti Byggðastofnunar. Byggðakvóta Byggðastofnunar er úthlutað af stofnuninni til byggðarlaga sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og er gerður samningur um veiðar og vinnslu til nokkurra ára að uppfylltum vissum skilyrðum. Almennum byggðakvóta er ráðstafað af atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu sem úthlutar samkvæmt reglugerð.

„Heildarkvóti til byggða landsins hefur aukist undanfarin ár í takt við vilja Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Hins vegar er úr minna að moða í ár meðal annars vegna loðnubrests, sem minnkar 5,3% aflamagnsins sem dregið er frá heildarafla og því varð að laga ráðstöfunina að því,“ er haft eftir Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu.

„Vilji okkar hefur hins vegar verið að auka vægi byggðakvóta Byggðastofnunar en úttekt Vífils Karlssonar á byggðakvóta Byggðastofnunar sýndi að sú aðferð lofar góðu og gaf Vífill aðferðafræðinni góð meðmæli,“ segir ráðherra. sisi@mbl.is